Gerðu vefverslunina þína sjálfvirka

Með Integrator getur þú gert vefverslunina þína sjálfvirka, með því að uppfæra verð og birgðastöðu sjálfkrafa frá þínum viðskiptakerfum, og einnig sent sölureikninga frá vefversluninni og komið þannig í veg fyrir tvíverknað

Integrator

Integrator er samþættingarlausn smíðuð með það í huga að einfalda og straumlínulaga samþættingar milli vefverslanna og bókhaldskerfa

Miðlægt kerfi

Integrator keyrir miðlægt og minnkar þannig álag á vefverslunina.
Flóknasti hluti samþættingarinnar keyrir utan vefsins sem er mikill kostur þegar kemur að breytingum eða endurnýjun á vefverslun.

Tilbúnar tengingar

Staðlaðar tengingar okkar milli bókhaldskerfa og vefverslana eru í sífelldri þróun samhliða þróun á algengustu vefverslunarkerfum. Ávallt er því stuðningur við nýjustu útgáfur sem uppfylla ítrustu öryggiskröfur okkar.

Reynsla

Þegar kemur að samþættingum hugbúnaðarkerfa er fátt dýrmætara en reynsla.
Við höfum komið að mörgum af stærri og flóknari samþættingarvekefnum hér innanlands undanfarin ár.

Umsögn frá Kringlunni

Haustið 2018 tilkynntum við opinberlega að Kringlan ætlaði sér að verða leiðandi í stafrænni verslun hérlendis. Næstu 12 mánuðir fóru í undirbúning verkefnisins og þ.á.m. leit að hæfum samstarfsaðilum sem gætu smíðað eða boðið upp á þær lausnir sem við þurftum til að gera þetta risavaxna stafræna verkefni að veruleika. TACTICA varð á endanum fyrir valinu. Aðeins hálfu ári eftir að sjálf hugbúnaðarvinnan fór formlega af stað hafði Tactica skilað af sér sínum verkhluta þar sem bæði kostnaðaráætlun og verktími stóðst. Hugbúnaðarlausn þeirra og yfirgripsmikil þekking á samþættingum ólíkra kerfa teljum við vera að stórum hluta það sem tryggði farsæla úrlausn á þessu flókna verkefni. Ég gef Tactica mín bestu meðmæli og hlakka til áframhaldandi samstarfs.
Sigurjón Örn Þórsson
Framkvæmdastjóri Kringlunnar

Láttu sérfræðinga sjá um samþættinguna

Integrator kerfið er þróað frá grunni og rekið af TACTICA. Við búum yfir gríðarlegri sérþekkingu og reynslu í hugbúnaðarsamþættingum

Meðal viðskiptavina

Umsögn frá Reykjafelli

Hjá Tactica get ég treyst að ég fæ lausnina sem ég er að biðja um afhenta á skilvirkan og hagkvæman máta. Þær fjárfestingar sem mitt fyrirtæki hefur treyst Tactica fyrir hefur verið skilað með þeirri útkomu sem ætlast var til og engir lausir endar. Verkefnastjórnun og aðgengi að fagmönnum með því besta sem ég hef kynnst á meðal UT fólks á Íslandi. Integrator lausnin sem Tactica innleiddi hjá okkur var nákvæmlega það sem við þurftum til að komast upp á næsta level í utanumhaldi og miðlun á okkar gögnum út á vefsíðuna okkar reykjafell.is
Þórður Illugi Bjarnason
Framkvæmdastjóri Reykjafells

Vöruumsýslukerfi

Integrator er einnig vöruumsýslukerfi (PIM) með vefviðmóti, þar er hægt að vinna í vörunum í stað þess að vinna þær í vefverslunarkerfinu. Með þessu móti safnar þú upp vöruupplýsingunum miðlægt í stað þess að geyma þær allar í vefverslunarkerfinu.

Sérlausnir

Við leysum flóknar sérlausnir hratt og örugglega. Við tengjum öll kerfin þín saman í Integrator. Bókhaldskerfið, birgðageymslur, kassakerfin, DataDwell, og svona mætti lengi telja. Birtu öll sérverð þinna viðskiptavina í gegnum þínar síður án nokkurar fyrirhafnar.

Tilbúnar tengingar

Eigum tilbúnar tengingar við helstu kerfi og erum sífellt að bæta við tengingum við fleiri

Skýjalausn

Integrator er skýjalausn sem keyrir miðlægt og er í stöðugri þróun

Stuðningur við kerfi

Við getum tengst öllum kerfum sem bjóða uppá að afhenda gögn í gegnum API eða með öðrum leiðum

Sérhæfing

Innanborðs hjá TACTICA er mikil sérhæfing í samþættingum, þróun og rekstri veflausna

Sérlausnir

Getum tekið að okkur hverskyns sérlausnir sem varða samþættingar

Vöruumsýslukerfi

Einfalt og hraðvirkt viðmót til þess að vinna með vörugögn

Umsögn um verkefnið Stafræn Kringla

Það er engum ofsögum sagt að við hjá Parallel ráðgjöf leituðum til vel flestra aðila, bæði hér heima og erlendis, í leit að samþættingarlausn fyrir vörugrunna. Integrator lausn Tactica kom best út á endanum. Eftir innleiðingarferlið er okkur ljóst að lausnin er ekki bara hentug, heldur er hún rekin af reynslumiklu teymi sem þekkir allar hindranir sem geta komið upp í flóknum samþættingarverkefnum. Ég gef TACTICA einlæg bestu meðmæli. Kringluverkefnið sem er sér á báti á heimsvísu hefði líklega ekki gengið upp án þeirra.
Jökull Sólberg Auðunsson
Ráðgjafi hjá Parallel

Samstarfsaðilar

Viltu vita meira?

Hafðu samband og fáðu frekari kynningu á kerfinu